Sigrum Streituna

 
 

Er hið daglega amstur að hafa áhrif á heilsu þína?

Námskeiðið Sigrum Streituna er fyrir alla þá sem vilja komast út úr vítahring streitunnar, bæta andlega og líkamlega heilsu sína og endurheimta orkuna á ný.


Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu er kennd öndunartækni sem dregur úr streitu og kvíða auk liðleika- og teygjuæfinga sem stuðla að aukinni hreyfigetu og vellíðunar í stoðkerfi.

Markmið námskeiðisins er að auka meðvitund þátttakenda á áhrifum streitu á andlega og líkamlega heilsu, auka skilning á því hvernig taugakerfið virkar og með réttum æfingum og fræðslu stjórnað streituástandi líkamans.

Farið er yfir einkenni og áhrif streitu á heilsuna og hvernig daglegar öndunaræfingar geta skipt sköpum þegar kemur að bættum svefni, líðan og endurheimt.

Hjá okkur færð þú stuðninginn og öðlast þekkinguna sem þarf til þess að vinna að bættri heilsu og hvatninguna sem þarf til þess að temja sér heilsusamlegar venjur.

Taktu ábyrgð á eigin heilsu og byrjaðu daginn á því að setja þig í fyrsta sætið.

DSC09757-Edit.jpg

vlcsnap-2019-05-17-18h55m01s198.png

Upplýsingar

Námskeiðið fer fram í lokuðum hópi, 2x í viku klukkustund í senn.
Þrír hópar í boði:

Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 08.30
Miðvikudaga og föstudaga kl. 12.10
Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.30

Hvert námskeið stendur yfir í 4 vikur.

Verð 22.900 kr.

Næstu námskeið byrja 1. október.