Movement


21768450_2024394571176155_7739184338173493351_n.jpg

Skemmtileg námskeið sem blanda saman hinum ýmsu hreyfilistum við leiki og teygjur. Við sækjum innblástur frá dansi, bardagalistum, fimleikum og öllu sem að kveikir okkar áhuga og blöndum því saman í skemmtilega og fjölbreytta tíma.

Þrír hópar í boði og unglinganámskeið!

Athugið að námskeiðin, hvorugur hópur, eru lausn á stoðkerfisvandamálum. Ef að þau eru til staðar, mælum við alltaf fyrst með einkatíma.

Innifalið í námskeiðsgjaldi er

  • Tímar 6 daga vikunnar

  • Strength&Mobility tímar á miðvikudögum

  • Sameiginlegur Movement og Wim Hof tími alla hvern laugardag

  • Sérhannað og hnitmiðað heimavinnuprógram

  • Fjölskyldutími á sunnudögum

 


Movement hópar

Aðferðafræði Movement tímana býður upp á það að byrjendur og lengra komnir æfi saman.

Hver æfing er breytileg og því hægt að velja auðveldar, miðlungs eða erfiðar útfærslur af henni.

Hver og einn iðkandi lærir því fyrir vikið að þekkja sín eigin mörk og finnur betur fyrir bætingum.

Verð
Stakur mánuður: 17.900 kr - 31 dagur frá kaupdegi
Áskrift: 13.900 kr mánuðurinn með 6 mánaða binditíma
10 skipta klippikort: 19.900 kr

IMG_2410.JPG

Mjúkt movement

IMG_2516.JPG

Tveir tímar í viku, á mánu- og miðvikudögum kl. 16:25.

Mjúkt Movement er fyrir þá sem vilja rólega tíma eða eru að taka fyrstu skref í hreyfingu eða eftir meiðsl. Þar er fókusinn á góðar teygjur, létta leiki og styrktaræfingar.

Verð er 14.900 kr fyrir mánuðinn.
Áskrift: 3ja mánaða binditími og mánuðurinn er á 12.900 kr

Athugið að kort í hefðbundna Movement tíma gilda einnig í Mjúka.

Unglingatímar

IMG_2465.JPG

Tveir tímar í viku, á þriðju- og fimmtudögum kl. 16:25.

Haustönn 2019 fer af stað 3. september.

Aðalheiður Jensen kennir tímana og verður farið í Movement aðferðafræðina á skemmtilegan máta þar sem að liðleiki, styrkur og hreyfileikir verða aðalatriðið.

Námskeiðið er hugsað fyrir 5.-10. bekk en hægt er að gera undantekningar á því. Hafið samband til þess að ræða það!

Verð er 38.700 kr fyrir alla önnina.