Stirðir strákar
Hvernig hljóma:
Verkjalausir morgnar?
Liðugri mjaðmir?
Sterkari rassvöðvar?
Aukin hreyfigeta í öxlum?
Sterkara core?
Betri golfsveifla?
Betra stoðkerfi?
Stirðir strákar er skemmtilegt námskeið fyrir karlmenn sem vilja finna létti í líkama sínum, bæta hreyfanleika og upplifa frelsi til að stunda áhugamál sín verkjalausir um ókomna tíð.
Þetta námskeið hentar öllum! Hvort sem þú vilt sjá framfarir í íþróttaiðkun/áhugamálum sem þú stundar samhliða eða ef þú ert kyrrsetu sófa lífskúnster og langar til þess að öðlast aukinn léttleika og bætta líðan á líkama og sál.
Ath! í kjölfar skráninga berst upplýsingapóstur frá ABLER - mælum með að fylgjast með tölvupósthólfi og í ruslpósti.
Námskeið í boði
Næstu námskeið hefjast 10. og 11. febrúar.
Hópur 1. Mánudaga kl 7:20-8:20 (litli salur) - miðvikudaga kl 7:20-8:20 (stóri salur)
Hópur 2. Mánudaga og miðvikudaga kl 11:00 - 12:00 (stóri salur)
Hópur 3. Mánudaga og miðvikudaga kl 16:30 -17:30 (litli salur)
Hópur 4. Þriðjudaga og fimmtudaga kl 18:10-19:10 (litli salur)
Verð:
Stakur mánuður (4 vikur) 24.900 kr.
Þriggja mánaða kort (12 vikur) 62.700 kr. (20.900 kr per mánuð)
Klippikort - 10 skipti 30.900 kr. - gildir í 3 mánuði frá kaupum.
Ótakmörkuð áskrift uppsegjanleg eftir sex mánaða binditíma (17.900 kr per mánuð)
*Skilmálar á 12 vikna kortum og ótakmarkaðri áskrift eru bindandi og ekki er boðið upp á frystingu á kortum. Áskrift endurnýjast sjálfkrafa í hverjum mánuði og er uppsegjanleg eftir 6 mánaða binditíma. Til að stöðva kort þarf að senda tölvupóst á primal@primal.is með nafni og kennitölu.
*Stökum mánuði og bindingu fylgir aðgangur að morgun og seinniparts movement tímum Primal - sjá tímatöflu. (Hádegistímar undanskildir þar sem þeir eru eingöngu opnir fyrir movement áskrifendur)
Þjálfarar: Valdís Helga, Magni, Kristinn og aðrir þjálfarar Primal
Stökum mánuði og 12 vikna bindingu fylgir aðgangur að morgun og seinniparts Movement tímum Primal skv. tímatöflu.
*Skilmálar á kortaleiðum eru bindandi og ekki er boðið upp á frystingu á kortum.
“Fyrir 13 árum lenti ég í motocross slysi þar sem ég braut mörg bein og hlaut mikinn hryggskaða. Ég versnaði með hverju ári eftir slysið og reyndi flest allt til að laga mig og meðferðaraðilar gáfu mér litla von.
Ég byrjaði í Stirðum strákum í fyrra og ég er allur annar í dag, verkir eru nánast horfnir, liðleikinn er orðinn rosalegur og ég hef í raun eignast nýtt líf . Árangurinn er lygilegur og mæli ég hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla.”
- Guðjón Pétursson
“Þegar ég skráði mig á námskeiðið Stirðir strákar var ég ekki með neinar væntingar en fann að ég þurfti að gera eitthvað þar sem ég stunda hlaup af töluverðum móð, hjóla í og úr vinnu og spila badminton. Þegar í öðrum mánuði var ég farinn að taka eftir árangri en það mikilvægasta var það sem var ekki til staðar, engir verkir.
Ekki aðeins opnuðum við mjaðmir, axlir, kvið, úlnlið og ökkla en einnig augun á mér um hversu mikilvægur liðleiki er gagnvart styrk til að geta lifað virku, eymslalausu, miðaldra lífi.
Ég mæli hiklaust með þessu námskeiði fyrir alla, hvort sem stunduð sé hreyfing eða ekki því námskeiðið leggur í hverjum tíma áherslu á staði sem ég vissi ekki einu sinni að hægt væri að liðka. Eftir einn ökklatíma þá var eins og ég gengi á skýi í marga daga á eftir. Einnig er æfing í því að svara í símann (þau vita sem vita), eitthvað sem annað fólk biður mig um í sífellu og er sú æfing viðvarandi.
Eftir að hafa lokið við þrjá mánuði af Stirðum strákum er eina eftirsjáin þeir tveir tímar sem ég missti af.”
- Hannes Ingvar Jónsson