Hlaup án verkja

Vinnustofa 23. júní 12:00 - 15:00

Frábært námskeið fyrir þá sem vilja læra að hlaupa þannig að það fari sem best með skrokkinn. Það eru tekin mátulega mörg atriði fyrir í hverjum tíma þannig maður hefur tíma til að melta hvert atriði og þjálfast rólega upp. Ég var betri í hnjánum eftir hlaupin með því að nota hlaupastílinn sem kenndur er á námskeiðinu.

-Jóhann K-

Hlaup án verkja

Vilt þú læra aðferðir og æfingar sem:

Bæta hlaupatækni

Minnka álagsverki sem geta komið við hlaup

Auka úthald 

Bæta hraða

Hlaup geta verið frábær hreyfing. Það er þó skemmtilegra þegar hlaupunum fylgja ekki verkir eða önnur vandamál. Hlaupastíll getur haft mikil áhrif á það hvar mesta álagið kemur á líkamann. Vinnum saman í því að gera hlaupin skilvirkari og ánægjulegri. Á þessu námskeiði verður farið yfir ýmis atriði sem geta bætt afkastagetu og dregið úr óæskilegu álagi í hlaupum.


Vinnustofan hentar ÖLLUM sem hafa áhuga á hlaupum! Hvort sem þú ert byrjandi sem vilt taka hlaupaþjálfunina þína föstum tökum frá upphafi og minnka líkur á álagsmeiðslum eða þú ert vanur hlaupari sem hefur áhuga á að dýpka skilning þinn og gera hlaupin skilvirkari. Þetta námskeið gagnast fólki á öllum reynslustigum.

Þjálfari: Magni Grétarsson sjúkraþjálfari
magni@primal.is

Næsta vinnustofa: sunnudaginn 23. júní

Tími: 12:00 - 15:00

Verð: 12.900 kr

  • Ósk um breytingu á skráningu þarf að berast minnst 24. tímum fyrir upphaf námskeiðsins.