Sigrum Streituna

„Sálfræðingurinn minn benti mér á námskeiðið „Sigrum streituna“ hjá Primal Iceland þar sem lögð er áhersla á öndunaræfingar og teygjur til að róa taugakerfið. Ég mæti með takmarkaðar væntingar í fyrsta tímann en strax fann maður mun á líðan, til hins betra. Sem jókst svo smá saman með hverjum tímanum.

Einar Carl og Íris Huld eru frábærir leiðbeinendur. Skilningsrík, hvetjandi, skemmtileg og full af fróðleik. Á þessu námskeiði upplifði ég svo mörg AHA-augnablik – allt meikaði sens þegar þau voru búin að útskýra hvernig líkaminn hegðar sér og af hverju! Ég geng út af þessu fjögurra vikna námskeið með mun betri skilning á virkni líkamans og tól til að hjálpa mér að ná betri líðan, bæði andlega og líkamlega. Þúsund þakkir fyrir mig!”

- Katrín

 

Vilt þú læra öndun og æfingar sem:

DSC05516.jpg
  • draga úr streitu og kvíða

  • bæta úthald og þrek

  • bæta líðan í stoðkerfi

  • bæta svefngæði

  • auka andlegt jafnvægi

  • draga úr vöðvaspennu

  • efla ónæmiskerfið

og hjálpa þér við að takast á við álag daglegs lífs með bros á vör?

Við bjóðum upp þjálfun sem hentar þér.

4 vikna grunnnámskeið, framhaldsnámskeið, einkatímar og netnámskeið.
Nýtt! Stress less - námskeið fyrir enskumælandi.


Um Sigrum Streituna

Markmiðið er að auka meðvitund þátttakenda á áhrifum streitu á andlega og líkamlega heilsu, auka skilning á því hvernig taugakerfið virkar og með réttum æfingum og fræðslu stjórnað streituástandi líkamans.

Farið er yfir einkenni og áhrif streitu á heilsuna og hvernig daglegar öndunaræfingar geta skipt sköpum þegar kemur að bættum svefni, líðan og endurheimt.

Hjá okkur færð þú stuðninginn og öðlast þekkinguna sem þarf til þess að vinna að bættri heilsu og hvatninguna sem þarf til þess að temja sér heilsusamlegar venjur.

Taktu ábyrgð á eigin heilsu og settu þig í fyrsta sætið!

Umfjöllun: Fór á námskeið til að sigra streituna (mbl.is)


DSC05327.jpg

Sigrum streituna - apríl 2024

Í desember fer námskeiðið fer fram í lokuðum hópi, 2x í viku, 60 mínútur í senn í 8 skipti.

Næstu námskeið hefjast 13. & 14. maí
10:00 þri & fim (örfá pláss laus)
12:00 mán & mið FULLT!
13:20 mán & mið


Þjálfarar: Íris Huld, Einar Carl, Ástrós og aðrir Primal þjálfarar

*allir þátttakendur fá aðgang í Mjúkt movement mán og mið 16:20 og teygjur og öndun á föstudögum 16:20

Verð 25.900 kr.


Sigrum streituna framhaldsnámskeið - Primal Lífsstíll

Sigrum streituna framhaldsnámskeið eða eins og það nefnist í dag Primal Lífsstíll er 12 vikna námskeið fyrir alla þá sem hafa lokið grunnnámskeiðinu “Sigrum streituna. Námskeiðið byggist á þeim æfingum og fræðslu sem þátttakendur hafa tileinkað sér á því námskeiði.
Þátttakendur þekkja uppsetningu og tilgang æfinganna og geta því valið tímana út frá líðan og dagsformi.

Næstu námskeið hefjast 13. & 14. maí
Tímar eru í boði á eftirfarandi tímum:

kl. 07.20, kl. 08:45, kl. 13:20, kl. 17:30*


Námskeiðið fer fram í lokuðum hópi í 12 vikur.
Sjá tímatöflu hér að neðan og lýsingu á tímum.

Kennarar:
Íris Huld, Valdís Helga, Ástrós og Aðalheiður.

Verð: 56.700 kr.
(hægt að skipta í þrennt)
Einnig hægt að skrá sig í ótakmarkaða áskrift sem er uppsegjanleg eftir 6 mánaða bindingu á 15.900 kr. per mánuð.

Allir þátttakendur fá aðgang í Mjúkt movement mán og mið 16:20 og teygjur og öndun á föstudögum 16:20

*17:30 tíminn er opin iðkendum í Primal Lífsstíls og Movement áskrifendum. Aðrar tímasetningar eru einvörðungu fyrir iðkendur námskeiðsins.


Umsagnir þátttakenda og hlaðvörp

„Ég finn verulegan mun eftir 6 vikna þátttöku í námskeiðinu "Sigrum streituna" (grunn- og framhaldsnámskeið) þannig að ég get fullyrt að námskeiðið virkar. Það skín í gegn að námskeiðið byggir á þekkingu og faglegri reynslu Írisar og Einars á því hvaða aðferðir gagnast þeim sem þurfa að sigra streituna. Þá skiptir miklu að framkoma Írisar og Einars einkennist af því að vera uppbyggileg, nærfærin og hvetjandi. Það er alltaf næs að eiga í svoleiðis samskiptum við annað fólk. Mér þykir alltaf örlítið vænna um mig í hvert sinn sem ég lýk tíma hjá Primal, sem skilar sér í því að ég hugsa betur um mig og mínar þarfir.”

- Kristrún, 43 ára

„Námskeiðið Sigrum Streituna hjá Primal Iceland fær 12 af 10 mögulegum í einkunn. Eftir langvarandi glímu við heilsu brest eða kulnun ákvað ég að stíga út fyrir boxið og læra nýjar leiðir til bættrar heilsu. Námskeiðið stóðst allar mínar væntingar og gott betur en það. Íris og Einar Carl er flottar fyrirmyndir og koma efninu til skila á faglegan og mjög skemmtilegan hát. Mæli með þessu námskeiði fyrir alla sem er að glíma við streitu og líka þá sem vilja koma í veg fyrir streitu í framtíðinni. Ég hugsaði mig ekki tvisvar um þegar ég sá að það var í boði framhalds námskeið og hlakka til að byrja á því.”

- Steinn Óskar Sigurðsson Matreiðslumeistari

Langar að hrósa ykkur fyrir frábært námskeið, ég hef prófað flestar "hefðbundnar" leiðir til að sigrast á erfiðari áfallastreitu og finnst ég hafa fengið bestu verkfærin hjá ykkur.

-Birna

Það hefur reynst alger vendipunktur, í átt að betri líkamlegri og andlegri líðan, að sækja námskeiðin Sigrum Streituna hjá Primal Iceland.
Íris Huld og Einar Carl er mikið fagfólk og mjög öflugir leiðbeinendur. Þau ná að nálgast hópinn sem heild og hvern og einn einstakling, innan hópsins, þar sem viðkomandi er staddur hverju sinni.
Á námskeiðinu er unnið með slökun, öndun, liðleika og styrk og fræðsla innifalin í hverju og einu atriði. Einnig er mikið unnið með hugarfar, sem er ein mikilvægasta stoðin í að ná framförum og betri líðan.
Mikið virði er að æfingarnar nýtast utan tíma, skila sér beint í dagleg störf og leik.
Íris Huld og Einar Carl hafa einstakt lag á að hvetja og styðja einstaklingana og í ofanálag eru þau bráðskemmtilegir einstaklingar, búa til frábæra stemmingu í hópnum sem gerir alla tíma skemmtilega.
Sigrum Streituna á erindi til allra sem vilja efla líkama og hug og hafa gaman af og njóta vegferðarinnar í leiðinni."

- Guðmunda Kristjánsdóttir

„Þegar ég byrjaði á námskeiðinu Sigrun streituna átti ég alls ekki von á því að námskeiðið myndi strax í upphafi hafa slík áhrif á mig sem það og gerði. Önduræfingarnar, teygjur og fræðsla hafa hjálpað mér að stýra streitunni betur og svefninn er mun betri. Ég gef þeim hjónum Einari og Írisi mín bestu meðmæli fyrir fagmennsku og utanumhald. Námskeiðin eru afar vel upp sett og hef ég nú þegar skráð mig á framhaldsnámskeið hjá Primal. Takk fyrir mig og hlakka ég mikið til framhaldsins.!

- Agnes

„Ég hef verið að glíma við mikinn kvíða og öndunaræfingarnar á Sigrum streituna hafa hjálpað mér gríðarlega við að róa mig niður og ná mér í eðlilegt ástand. Kvíði hefur minnkað til muna og svefninn hefur lagast mikið eftir grunnnámskeiðið. Ég hef verið að glíma við axlarmeiðsli og farið í aðgerð vegna þess en alltaf verið verkjaður en þær æfingar sem þið kennduð mér hafa nánast útrýmt verkjum. Þau verkfæri sem þetta námskeið hefur fært mér gerir kraftaverk fyrir mig. Núna er ég byrjaður á framhaldsnámskeiði og lofar það góður og vill ég meina að þær aðferðir sem Einar og Íris hjá Primal nota séu á öðru leveli en það sem ég hef prufað áður.
Mæli hiklaust með þessum námskeiðum.”

 - Jón Þór 

„Í byrjun október eftir mikla þrjósku við að viðurkenna það fyrir mér að ég væri uppfull af kvíða og streitu lenti ég á vegg og fór í kjölfarið í veikindaleyfi frá vinnu. Í leit minni að hjálp skráði ég mig í einkatíma hjá Írisi Huld og VÁ breytingin sem ég hef upplifað er dásamleg. Frá því að komast varla framúr rúminu vegna hræðslu og kvíða yfir í að vera mætt í vinnu nokkrum vikum eftir skellinn. Öndunar- og teygjuæfingarnar sem hún og Primal Iceland leggja áherslu á hafa bjargað mér á svo margan hátt. Ég er rólegri, sef og hvílist betur og á auðvelt með að finna þegar óróleiki og stress læðist að mér.
Íris er alveg frábær kennari og með yndislega nærveru og útskýrir bæði æfingar og öndun á þægilegan og góðan hátt.
Eg skora á alla að leyfa sér að prófa þessa einkatíma.”

​- Hallgerður

„Ég mæli eindregið með tímunum Sigrum streituna ekki bara fyrir einstaklinga sem eru að kljást við kulnun eða örmögnun, heldur alla sem finna einhvern tímann fyrir streitu eða álagi og vilja læra einfaldar, góðar aðferðir til að ná tökum á líðan sinni og róa taugakerfið.”

- Birna M.

„Strax eftir fyrsta tíma fann ég viljann til þess að taka skrefið. Þetta er fullkomið fyrir þá sem vilja fá stuðninginn og fara á sínum hraða í átt að betri heilsu.”

- Guðmundur

„Í byrjun nóvember var ég ekki á góðum stað í lífinu eiginlega gekk ég á vegg. Komst ekki í vinnu, var mjög brotin og eiginlega búin að glata sjálfri mér. Var send í veikindaleyfi og er búin að vera síðan þá. Held ég hafi sótt þjálfunina alveg á hárréttum tíma og náð frábærum árangri, sem ég ÆTLA að viðhalda og bæta mig enn meira með öndun og æfingum. Þetta er búið að vera mjög lærdómsríkt og gott veganesti.Takk fyrir mig.”

- Kristbjörg

“Ég kynntist efni námskeiðsins Sigrum streituna þegar maðurinn minn sótti námskeiðið í desember. Ég byrjaði samhliða honum að gera öndunaræfingar og fann jákvæðan mun á sjálfri mér andlega og líkamlega. Í janúar ákvað ég svo að fara sjálf. Námskeiðið gerði svo miklu meira fyrir mig en ég þorði að vona. Ég hef glímt við stoðkerfisvandamál til fjölda ára og eftir að hafa tileinkað mér markvisst þær öndunaræfingar og teygjur sem lagt er upp með á námskeiðinu er ég orðið verkjaminni í mjöðmum og baki, ég sef lengur og fastar ásamt því að þekkja nú betur hvað er að eiga sér stað í líkamanum þegar streitueinkennin mæta. Ekkert af þeim verkfærum sem Íris Huld og Einar Carl hafa talað um hafa klikkað. Ég hef mikla trú á þeirra nálgun og er strax búin að skrá mig á framhaldsnámskeið hjá Primal Iceland.”

- Linda

Viðmælendur þáttarins eru hjónin Íris Huld Guðmundsdóttir íþróttafræðingur og markþjálfi og Einar Carl Axelson nuddari og yfirþjálfari í Primal. Ég fékk þau til mín í viðtal eftir að hafa lengi fylgst með þeirra flottu vinnu sem þau hafa unnið og vinna.