Wim Hof


wim hof 5.JPG

Í fyrsta sinn á Íslandi verður boðið upp á Wim Hof námskeið. En hvað felur Wim Hof aðferðin í sér?

Wim Hof aðferðin byggir á þremur stólpum:

i-1.png

Kuldaþjálfun

Kuldinn er fyrsti stólpi aðferðafræðinnar og hann er vinur þinn! Að stunda köld böð hefur í för með sér margþætt heilsubætandi áhrif, eins og aukna brúna fitu, sem brennir orku og býr til hita, kuldinn dregur úr bólgumyndun í líkamanum, styrkir ónæmiskerfið, stuðlar að jafnvægi hormónakerfisins, eykur svefngæði og framleiðslu endorfíns – sem aftur eykur vellíðan.

i-2.png

Öndun

Öndun er annar stólpi aðferðafræðinnar. Við öndum allan daginn en veitum iðulega ekki athygli hvernig við öndum og hvaða áhrif það hefur á líkamann. Þær öndunaræfingar sem hér eru kenndar, eru hrein fjársjóðskista og stuðla að betri líðan í eigin líkama: Meiri orka, minna stress og aukin geta ónæmiskerfisins til að vinna á ýmsum kvillum.

i-3.png

Staðfesta

Staðfesta er þriðji stólpi aðferðafræðinnar og er grunnurinn að hinum tveimur: Til þess að tileinka sér köld böð og meðvitaða öndun þarf þolinmæði og staðfestu.
Með góðri einbeitingu kemst fólk sífellt nær takmarkinu, sem er að ná fullkominni stjórn á eigin líkama og huga.

 

Grunnnámskeið

Grunnnámskeið í Wim Hof aðferðafræðinni fara af stað fyrsta mánudags flesta mánuði ársins!

Hvenær: 7. til 30. október
Tveir hópar í boði:

Hópur 1: Mánudaga og fimmtudaga kl. 12.00-13.00
Hópur 2: Mánudaga og miðvikudaga kl. 17.30-18.30

Kennarar: Þór Guðnason, fyrsti Wim Hof kennarinn á Íslandi, og Arnór Sveinsson.
Verð: 29.900 kr

Innifalið í námskeiði eru 8 tímar í kennslu á Wim Hof aðferðinni yfir 4 vikur, aðgangur að heimsklassa aðstöðu til iðkunnar aðferðafræðinnar, aðgangur að Facebook hóp með hvatningu, eftirfylgni og heimavinnu.

Ferð í náttúruna á laugardegi eftir síðasta tíma undir handleiðslu kennara.

Helgarnámskeið

Ekki hefur verið ákveðið hvenær næstu námskeið fara af stað.

Kennarar: Þór Guðnason og Arnór Sveinsson.
Verð: 29.900 kr

Á helgarnámskeiðum er farið yfir Wim Hof aðferðina og farið í köld böð. Endað er á náttúruferð í lok sunnudags.

Námskeiðin fara fram í húsnæði Primal Iceland, að Faxafeni 12, þar sem sérhönnuð aðstaða með tilliti til þessarar iðkunar hefur verið útbúin.

Á námskeiðunum verður farið yfir helstu grunnstoðir Wim Hof aðferðafræðinnar, svo sem mismunandi öndunar- og kuldaæfingar, þar sem m.a. verður farið út í náttúruna, en tengingin við náttúruna spilar stórt hlutverk í þessari iðkun.