handstands.JPG

Handstöður


Helgi_Freyr1082.jpg

Hefur þig alltaf langað að standa á höndum? Eða kanntu það og langar að læra meira? Handstöðunámskeið Primal er þá fyrir þig!

Námskeiðið hentar öllum og fá allir persónulega handleiðslu miðað við þeirra getu.

Á námskeiðinu munum við fara yfir mismunandi gerðir handstöðunnar (allt frá fimleikum, crossfit og breik dansi yfir í sirkus og dans) og ræða kosti og galla hverrar og einnar.
Hver og einn nemandi mun fá persónulega handleiðslu í sinni handstöðu sem miðast við þeirra stað og markmið.
 

Markmið tímanna er að gera nemendurna sjálfstæða og því verður heimavinna partur af námskeiðinu.
Hver nemandi fær æfingar og heimavinnu miðað við þeirra getu og hversu mikinn tíma þau hafa.

Aðferðirnar sem að stuðst verður við koma úr öllum áttum en Helgi hefur lært frá fólki á borð við Mikael Kristiansen, Miguel Sant’ana, Matt Pasquet, Yuri Marmerstein, Nicolas Montes de Oca, Ryan Hurst frá GMB og fylgt GymnasticBodies kerfinu.

 

 

 


Fullorðinsnámskeið

Helgi_Freyr0955.jpg

Hvenær: 5. og 6. október.
Tveir hópar verða í boði:

Byrjendahópur frá kl. 12.00 til 14.15
Framhaldshópur frá kl. 14.30 til 16.45

Verð: 15.000 kr

Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði handstöðunnar og hvernig skal byggja hana upp frá grunni. Við munum skoða tæknilegar æfingar sem og spjalla um hinar mismunandi handstöður og hvernig best er að undirbúa sig fyrir handstöðuna sína.

Í byrjendahóp er ekki gert ráð fyrir neinum bakgrunni og geta allir tekið þátt.

Í framhaldshóp er gert ráð fyrir að iðkendur geti komið sér á hvolf og líði ágætlega þar. Engin krafa er gerð um að geta haldið jafnvægi.

Skráning fer fram með því að senda póst á helgi@primal.is

Krakkanámskeið

20180503_170519.jpg

Ekki hefur verið ákveðið hvenær næsta handstöðunámskeið fyrir krakka verður.

Námskeiðið hentar öllum, hvort sem um er að ræða fyrstu skrefin í átt að handstöðu eða ef nemandi kann að standa á höndum. Allir persónulega handleiðslu miðað við þeirra getu.

Á námskeiðinu munum við einnig skoða liðleikaþjálfun að hætti Primal Iceland.

Skráning fer fram með því að senda póst á helgi@primal.is